Enski boltinn

Vidic leikur gegn Everton á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nemanja Vidic er hörkutól.
Nemanja Vidic er hörkutól.

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic snýr aftur í lið Manchester United á morgun þegar liðið leikur gegn Everton í hádegisleik enska boltans.

Vidic hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en Sir Alex Ferguson gleðst yfir því að endurheimta leikmanninn af meiðslalistanum. Rio Ferdinand verður í leikbanni.

Gárungarnir spá því að Vidic leiki við hlið Wes Brown í hjarta varnarinnar á morgun en Ferguson láti Jonny Evans fá hlutverk á tréverkinu eftir arfadapra frammistöðu gegn AC Milan í vikunni.

Annars er það að frétta úr herbúðum United að Giggs er enn á meiðslalistanum og Nani tekur út leikbann gegn Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×