Hópuppsögn á Flateyri: „Staðan er skelfileg“ Valur Grettisson skrifar 29. október 2010 14:20 „Það lá fyrir þegar við keyptum eignirnar af Kambi að þetta yrði gríðarlega erfitt," segir Kristján Erlingsson, stjórnarmaður og einn af aðaleigendum Eyrarodda á Flateyri, en fjörtíu og tveimur starfsmönnum fiskvinnslunnar var sagt upp í dag. Eyraroddi keypti fiskvinnsluna árið 2007 eftir að Kambur hætti þar störfum. Þá var um 120 manns sagt upp. Sjálfur segir Kristján að fiskvinnslan hafi verið keypt með það að markmiði að verja störf á landsbyggðinni. „En frá því í fyrrahaust hefur ekki verið nokkur grundvöllur fyrir þessu," segir Kristján og bendir á að fyrirtækið sé kvótalaust og að ekki hafi verið unnt að leigja kvóta vegna breyttra laga. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstri fiskvinnslunnar sé hætt vegna hráefnisskorts. Eyraroddi er langstærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Fyrir eru tvær harðfiskvinnslur en þar vinna mun færri, eða um tíu einstaklingar. Alls búa 250 á Flateyri og því ljóst að uppsagnirnar eru blóðtaka fyrir atvinnulífið í þorpinu. Kristján segir þær að auki skekja undirstöðurnar í Ísafirði sem fer með sveitarstjórnarmál í þorpinu. „Staðan er skelfileg," segir Kristján og bætir við að viðbrögð starfsmanna hafi verið þung þegar þeir fengu fregnirnar í dag. Spurður hvað taki við svarar Kristján því til að fyrirtækið rói enn öllum árum að því að finna ný tækifæri, gangi það eftir vonast hann til þess að fiskvinnslan geti endurráðið hluta starfsmanna eða alla. „En vegna óvissunnar þá er okkar öndunarrými búið," segir Kristján að lokum. Tengdar fréttir Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is. 29. október 2010 14:35 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Það lá fyrir þegar við keyptum eignirnar af Kambi að þetta yrði gríðarlega erfitt," segir Kristján Erlingsson, stjórnarmaður og einn af aðaleigendum Eyrarodda á Flateyri, en fjörtíu og tveimur starfsmönnum fiskvinnslunnar var sagt upp í dag. Eyraroddi keypti fiskvinnsluna árið 2007 eftir að Kambur hætti þar störfum. Þá var um 120 manns sagt upp. Sjálfur segir Kristján að fiskvinnslan hafi verið keypt með það að markmiði að verja störf á landsbyggðinni. „En frá því í fyrrahaust hefur ekki verið nokkur grundvöllur fyrir þessu," segir Kristján og bendir á að fyrirtækið sé kvótalaust og að ekki hafi verið unnt að leigja kvóta vegna breyttra laga. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstri fiskvinnslunnar sé hætt vegna hráefnisskorts. Eyraroddi er langstærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Fyrir eru tvær harðfiskvinnslur en þar vinna mun færri, eða um tíu einstaklingar. Alls búa 250 á Flateyri og því ljóst að uppsagnirnar eru blóðtaka fyrir atvinnulífið í þorpinu. Kristján segir þær að auki skekja undirstöðurnar í Ísafirði sem fer með sveitarstjórnarmál í þorpinu. „Staðan er skelfileg," segir Kristján og bætir við að viðbrögð starfsmanna hafi verið þung þegar þeir fengu fregnirnar í dag. Spurður hvað taki við svarar Kristján því til að fyrirtækið rói enn öllum árum að því að finna ný tækifæri, gangi það eftir vonast hann til þess að fiskvinnslan geti endurráðið hluta starfsmanna eða alla. „En vegna óvissunnar þá er okkar öndunarrými búið," segir Kristján að lokum.
Tengdar fréttir Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is. 29. október 2010 14:35 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is. 29. október 2010 14:35