Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsfyrirliði hefur ákveðið að hætta við málshöfðun gegn breska blaðinu Daily Star. Blaðið hefur nú beðið Eið Smára afsökunar á frétt sem það birti um hann í byrjun maí síðastliðnum. Þar sagði blaðið að Eiður Smári hefði heilsað með nasistakveðju þar sem hann var á bar með vinum sínum.
Í dag segir blaðið að þeir taki Eið trúanlegan þegar hann segist hafa verið í raun og veru að segja grófan brandara í hópi vina sinna og látbragðið hafi alls ekki átt að gefa til kynna kveðju að hætti nasista.
Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára, segir í samtali við fréttastofu að blaðið hafi gert það sem Eiður fór fram á; að biðjast afsökunar. Því hafi hann ákveðið að fara ekki með málið lengra. Hann segir að markmið Eiðs hafi ekki verið að fara í mál við blaðið.
Afsökunarbeiðni Daily Star