Innlent

Stúdentar mótmæla fyrir utan menntamálaráðuneytið

Mótmælin voru ekki fjölmenn en hafa fengið mikla athygli.
Mótmælin voru ekki fjölmenn en hafa fengið mikla athygli.

Námsmenn mótmæla við mennta og menningarmálaráðuneytið nú í hádeginu vegna breytinga sem samþykktar hafa verið á úthlutunarreglum lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Námsmenn segja að með hækkun á lágmarksviðmiði námsframvindu aukist álag til muna og þeir hafi ekki rétt á að nýta umframeiningar. Þá skerðist framfærsla vegna barna í hlutfalli við fjölda þeirra. Jens Fjalar Skaptason formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, skipuleggur mótmælin í samvinnu við námsmannahreyfingar í öðrum háskólum.

„Nemendur hafa miklar áhyggjur af þessu þetta er bara mjög neikvæður tónn í nemendum og þeim finnst vera tekið djúpt í árinni þarna," segir Jens Fjalar.

Jens segir að með afnámi upptökuprófa í Háskóla íslands eigi þeir sem falli í prófum á hættu að fá ekki námslán.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að reynt hafi verið að hlífa námsmönnum, þeir hafi fengið 20 prósenta hækkun á framfærslu í fyrra á meðan niðurskurður fór fram á öðrum stöðum. Sett hafi verið á sumarstörf til að koma til móts við þá í erfiðu atvinnuástandi og framboð af sumarnámi aukið. Niðurskurður sé nauðsynlegur. Krafa um námsárangur hafi farið niður um 15 prósent.

„Ég tel alveg sjálfsagt að stjórn lánasjóðsins fari yfir öll slík jaðartilvik, en þegar horft er til þess aðþetta er 60% námsárangur sem er minna en var árið 2008 og mun minna en gerist á norðurlöndumþá finnst mér í raun stjórnin vera að sýna fram áa ð þetta ættu að vera breytingar sem skaða sem fæsta. en auðvitað er sjálfsagt að yfirfara hvernig þetta kemur út varðandi undanþágutilvikum," segir Jens Fjalar en mótmælin hófust klukkan tólf. Á milli 20 og 30 stúdentar mótmæltu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×