Innlent

Engar athugasemdir bárust vegna forvals Framsóknar

Óskar Bergsson hefur gagnrýnt forvalið hjá framsóknarmönnum
Óskar Bergsson hefur gagnrýnt forvalið hjá framsóknarmönnum

Engar athugasemdir bárust vegna forvals framsóknarmanna í Reykjavík 28. nóvemerber síðastliðinn þar sem valið var á framboðslista í borginni. Enginn gerði athugasemd við forvalið, hvorki frambjóðendur né félagsmenn.

Óskar Bergsson, fráfarandi borgarfulltrúi, tapaði oddvitasæti sínu til Einars Skúlasonar í forvalinu og hefur hann gagnrýnt framkvæmt forvalsins.

Í tilkynningu segir einnig að framkvæmdin hafi verið eftir settum reglum og harmar stjórn KFR að öðru sé haldið fram í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×