Innlent

Strípalingar og brennuvargar í Vestmannaeyjum

Það var fjör í Vestmannaeyjum í vikunni.
Það var fjör í Vestmannaeyjum í vikunni.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði afskipti af fjórum strípalingum sem hlupu naktir á Ráðhúströð. Lögreglan ræddi við þá þegar þeir voru komnir í húsaskjól en þá gáfu þeir þá skýringu á athæfi sínu að þeir hefðu verið í svokölluðum drykkjuleik sem leiddi til strippsins.

Lögreglan gerði þeim þá grein fyrir því að slík hegðum væri ekki í samræmi við almennt velsæmi.

Lögreglan fékk hinsvegar tilkynningu aðfaranótt laugardags um tvo unga menn sem voru að kveikja í bensíni sem þeir höfðu hellt á Strandveginn. Engin slys urðu af þessu uppátæki en lögreglan ræddi við piltana og gerði þeim grein fyrir alvarleika málins.

Skemmtanahald helgarinnar fór hins vegar ágætlega fram í Vestmannaeyjum að mati lögreglunnar og var lítið um útköll. Eitthvað var þó um stympinga en engar kærur liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×