Innlent

Hollenskur bankamaður segir Íslandinga ekki geta borgað Icesave

Fyrrverandi framkvæmdastjóri eins stærsta banka Hollands, sem spáði fyrir um hrun Landsbankans, telur ekki að Ísland geti staðið undir því að borga til baka Icesave skuldina við hollenska ríkið, segir í frétt RÚV.

Bert Heemskerk er velþekktur í hollensku viðskiptalífi. Hann var framkvæmdastjóri Rabobanka, eins stærsta banka Hollands, frá 2002 til 2009. Í júlí 2008 sagði hann í umræðuþætti í hollenska ríkissjónvarpinu að líklegt væri að Landsbankinn færi á hausinn og að þeir Hollendingar sem leggðu sparifé sitt inn á Icesave reikninga bankans myndi aldrei sjá það fé aftur. Ekki væri hægt að treysta Landsbankanum og innlánsvextir hans gætu aldrei verið svo háir sem þeir væru til frambúðar, eða ríflega fimm prósent, segir í fréttinni.

Í viðtali á hollensku stöðinni RTL fyrir skömmu var hann spurður hvort hann teldi að Hollendingar fengju aftur það fé sem hollenska ríkið hefði lánað Íslendingum vegna Icesave. Hann sagði upphæðina of háa fyrir jafn lítið hagkerfi og á Íslandi.

Hann segir að miðað við stærð íslenska hagkerfisins og umfang skuldanna álíti hann það mjög erfitt að Ísleningar geti staðið fullkomlega skil á afborgunum og borgi 100% af allri skuldinni innan viðráðanlegs tíma. ,,Sjáðu til og ef við tölum um 100 ár gætu þeir það en við vitum líka, að jafnvel með 1-2% vöxtum væri að greiða núverandi skuld á 100 árum svipað og að borga 10% til baka eða eitthvað álíka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×