Snorri Steinn: Leggjum allt í þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 14:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Nordic Photos / AFP Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen." Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita