Snorri Steinn: Leggjum allt í þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 14:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Nordic Photos / AFP Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen." Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen."
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira