Innlent

Heimilaði veiðar á 130 þúsund tonnum af loðnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, ákvað í dag að heimila veiðar á 130 þúsund tonnum af loðnu, en þar af koma rúmar 90 þúsund tonn í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga við önnur lönd um nýtingu loðnustofnsins við Ísland.

Hafrannóknarstofnunin hefur nú mælt loðnustofninn um 530 þúsund tonn og í kjölfar þess lagt til veiðar á 130 þúsund tonnum.

Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu kemur fram að gera megi ráð fyrir að umrætt magn geti svarað til um 10 milljarða króna verðmæta í útflutningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×