Enski boltinn

Hodgson: Tímabilið hugsanlega á enda hjá Johnson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Roy Hodgson hjá Fulham hefur viðurkennt að hann sé ekki viss um hvort að framherjinn Andy Johnson geti spilað meira á þessu keppnistímabili.

Johnson átti upphaflega að vera klár aftur í lok febrúar en nú er útlit fyrir að hnémeiðslin sem hann varð fyrir séu alvarlegri en í fyrstu var haldið.

„AJ þarf að fara í aðra aðgerð til þess að ganga úr skugga um hvort að hnéð sé í lagi eða þurfi lengri hvíld. Við bindum vonir við að hann verði klár eftir mánuð en möguleikinn er vissulega fyrir hendi að hann verði ekkert meira með á tímabilinu. AJ er augljóslega í rusli út af þessu en við sjáum til hvað gerist," segir Hodgson í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×