Gríðarleg fjölgun kynferðisafbrotamála Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2010 11:11 Hulda Elsa Björgvinsdóttir segir að aðilar úr réttarvörslukerfinu hafi áhyggjur af fjölgun kynferðisbrotamála. Mynd/ E. Ól. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun kynferðisafbrotamála á síðustu 10 - 15 árum, segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara. Hulda Elsa var á meðal ræðumanna á ráðstefnu um unga kynferðisafbrotamenn sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík á föstudag. Hún sagði í ræðu sinni að aðilar úr réttarvörslukerfinu, bæði ákæruvaldið og dómstólarnir, hefðu haft töluverðar áhyggjur af þessari fjölgun og hefðu með ýmsu móti reynt að koma þeim áhyggjum á framfæri. Hulda Elsa sagðist telja að þessi fjölgun væri ekki einungis til marks um það að fleiri mál væru að koma upp á yfirborðið heldur væri afbrotum raunverulega að fjölga. Þá taldi hún að brotin væru mun alvarlegri en áður. Máli sínu til stuðnings benti Hulda Elsa á að brot sem tengjast Internetinu væru töluvert áberandi núna. Þessi brot hefðu ekki verið til áður. Þurfum að spyrja okkur hvernig hægt er að fækka afbrotum Hulda Elsa taldi að Íslendingar þyrftu að fara í smá naflaskoðun. Við þyrftum meðal annars að spyrja okkur að því hvort umburðarlyndi okkar fyrir klámi væri að koma aftan að okkur, hvort börn væru að ganga of mikið sjálfala og hvort við hefðum nægjanlega mikið eftirlit með netnotkun barna okkar. Hulda Elsa segist telja að unnt sé að fækka þeim tegundum brota þar sem ungir gerendur, 15-17 ára, brjóta kynferðislega gegn stúlkum sem ekki hafa náð kynferðislegum lögaldri, það er að segja stúlkum yngri en 15 ára. „Í þeim tilvikum hafa piltarnir yfirhöndina í skjóli aldurs- og þroskamunar, og iðulega bera þeir fyrir sig að þeim hafi ekki verið kunnugt um aldur stúlknanna, en hafi ekki haft fyrir því að kanna það fyrirfram. Og virðingaleysi einkennir oft athafnir þeirra. Þá virðist sem stúlkurnar skorti oft á tíðum sjálfstraust til að setja þeim mörk," segir Hulda Elsa. Hún segir að til að unnt sé að fækka þessum tegundum kynferðisbrota þurfi hins vegar vakningu í samfélaginu og foreldrar þurfi að taka höndum saman. Hulda Elsa sagði mikilvægt að efla forvarnarstarf gagnvart kynferðisofbeldi og hrósaði meðal annars samtökunum Blátt áfram fyrir þeirra þátt í forvarnarstarfinu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Það hefur orðið gríðarleg fjölgun kynferðisafbrotamála á síðustu 10 - 15 árum, segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara. Hulda Elsa var á meðal ræðumanna á ráðstefnu um unga kynferðisafbrotamenn sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík á föstudag. Hún sagði í ræðu sinni að aðilar úr réttarvörslukerfinu, bæði ákæruvaldið og dómstólarnir, hefðu haft töluverðar áhyggjur af þessari fjölgun og hefðu með ýmsu móti reynt að koma þeim áhyggjum á framfæri. Hulda Elsa sagðist telja að þessi fjölgun væri ekki einungis til marks um það að fleiri mál væru að koma upp á yfirborðið heldur væri afbrotum raunverulega að fjölga. Þá taldi hún að brotin væru mun alvarlegri en áður. Máli sínu til stuðnings benti Hulda Elsa á að brot sem tengjast Internetinu væru töluvert áberandi núna. Þessi brot hefðu ekki verið til áður. Þurfum að spyrja okkur hvernig hægt er að fækka afbrotum Hulda Elsa taldi að Íslendingar þyrftu að fara í smá naflaskoðun. Við þyrftum meðal annars að spyrja okkur að því hvort umburðarlyndi okkar fyrir klámi væri að koma aftan að okkur, hvort börn væru að ganga of mikið sjálfala og hvort við hefðum nægjanlega mikið eftirlit með netnotkun barna okkar. Hulda Elsa segist telja að unnt sé að fækka þeim tegundum brota þar sem ungir gerendur, 15-17 ára, brjóta kynferðislega gegn stúlkum sem ekki hafa náð kynferðislegum lögaldri, það er að segja stúlkum yngri en 15 ára. „Í þeim tilvikum hafa piltarnir yfirhöndina í skjóli aldurs- og þroskamunar, og iðulega bera þeir fyrir sig að þeim hafi ekki verið kunnugt um aldur stúlknanna, en hafi ekki haft fyrir því að kanna það fyrirfram. Og virðingaleysi einkennir oft athafnir þeirra. Þá virðist sem stúlkurnar skorti oft á tíðum sjálfstraust til að setja þeim mörk," segir Hulda Elsa. Hún segir að til að unnt sé að fækka þessum tegundum kynferðisbrota þurfi hins vegar vakningu í samfélaginu og foreldrar þurfi að taka höndum saman. Hulda Elsa sagði mikilvægt að efla forvarnarstarf gagnvart kynferðisofbeldi og hrósaði meðal annars samtökunum Blátt áfram fyrir þeirra þátt í forvarnarstarfinu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira