Innlent

Samþykkt að stofna Íslandsstofu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samþykkt var á Alþingi í dag að stofna Íslandsstofu. Mynd/ GVA.
Samþykkt var á Alþingi í dag að stofna Íslandsstofu. Mynd/ GVA.
Alþingi samþykkti í dag að setja á fót nýja stofnun, Íslandsstofu, sem mun taka til starfa í stað Útflutningsráðs.

Í greinagerð með frumvarpinu sem samþykkt var í morgun kemur fram að Íslandsstofu er ætlað að setja skýran ramma utan um ímyndar- og kynningarmál Íslands þar sem aðilar í útflutningi, ferðaþjónustu og þekkingariðnaði koma til samstarfs við hið opinbera um að efla og standa vörð um orðspor Íslands erlendis.

Þá verður markaðs- og kynningardeild Ferðamálastofu rekin innan vébanda Íslandsstofu sem mun fá það hlutverk að laða til landsins erlenda ferðamenn.

Það voru 43 þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu en 3 sátu hjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×