Eldosið sem hafði áhrif um allan heim 30. desember 2010 06:30 Þegar eldgos verður undir jökli, sjó eða vatni verða meiri eldingar en ella, segir á vef Almannavarna. Eldingarnar verða vegna rafhleðslu í gosmekkinum. Hleðslan verður til í gígnum við samspil vatns og kviku. Fréttablaðið/Vilhelm Eldgos hófst í sprungu á norðanverðum Fimmvörðuhálsi, skammt vestan gönguleiðarinnar, 20. mars síðastliðinn. Gosið stóð í tæpan mánuð og hafði ekki teljandi áhrif, þótt ný sprunga opnaðist í lok mánaðarins og hraun rynni í Hvannárgil. Töluðu sumir um „túristagos“ en 12. apríl voru ekki frekari merki um eldsumbrot á þessum fyrstu gosstöðvum. Laust eftir miðnætti 14. apríl hófst hins vegar öflugra gos undir jökulhettunni í aðalgíg Eyjafjalla með tilheyrandi flóðum. Rjúfa þurfti þjóðveginn við nýju Markarfljótsbrúna og mikill viðbúnaður var af hálfu Almannavarna við að forða bæði fólki og búfénaði af hættusvæðum. Þá varð öskustrókurinn úr gosinu til þess að flugumferð í Evrópu lamaðist að stórum hluta í sex daga. Strókurinn stóð enda um níu kílómetra upp í loftið þegar mest lét. Sprengivirkni var mest fyrstu viku gossins, sem þó stóð fram í júní. Gosið hafði mikil áhrif hér heima vegna öskufalls nærri gosstöðvunum og vatnavaxta og gætir þeirra áhrifa enn. Erlendis röskuðust hins vegar ferðaáætlanir um fimm milljóna manna. Kostnaður hér heima vegna gossins hefur verið metinn rúmlega 800 milljónir króna. Erlendis er kostnaður vegna áhrifa á samgöngur talinn í tugum milljarða. Á alþjóðlegri ráðstefnu Keilis um gosið kom fram að flugfélög eru talin hafa tapað 23 milljörðum króna á degi hverjum sem flugumferð lá niðri í Evrópu. Er þá ótalinn allur annar kostnaður. Þá er gosið í Eyjafjallajökli einn af fimm stærstu atburðum ársins á heimsvísu samkvæmt tölum leitarvélarinnar Google, en sú niðurstaða byggir á því hversu oft leitarorð koma fyrir. Auk gossins voru talin til jarðskjálftinn á Haítí, Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver, olíuslysið í Mexíkóflóa og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Eyjafjallajökull er fimmti stærsti jökull Íslands og hefur gosið þar fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og loks núna á þessu ári. - óká Á fimmvörðuhálsi Fjöldi fólks vildi berja augum eldgosið á Fimmvörðuhálsi og svo það sem hófst í Eyjafjallajökli. Töluverð umsvif urðu því í að ferja ferðafólk í þyrlum upp að gosstöðvunum. Fréttablaðið/antongosmökkur Hér má sjá gosstrókinn liggja í suður frá gígnum í Eyjafjallajökli. Gosstrókurinn náði oft mikilli hæð og barst aska yfir til meginlands Evrópu og truflaði flugumferð. Fréttablaðið/GVAÖskuþvottur Hér má sjá Ragnar Þorra Vignisson á bænum Hemlu, skammt austan Hvolsvallar, þvo ösku af heimilisbílnum með gosmökkinn í baksýn. Fréttablaðið/Pjetur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Eldgos hófst í sprungu á norðanverðum Fimmvörðuhálsi, skammt vestan gönguleiðarinnar, 20. mars síðastliðinn. Gosið stóð í tæpan mánuð og hafði ekki teljandi áhrif, þótt ný sprunga opnaðist í lok mánaðarins og hraun rynni í Hvannárgil. Töluðu sumir um „túristagos“ en 12. apríl voru ekki frekari merki um eldsumbrot á þessum fyrstu gosstöðvum. Laust eftir miðnætti 14. apríl hófst hins vegar öflugra gos undir jökulhettunni í aðalgíg Eyjafjalla með tilheyrandi flóðum. Rjúfa þurfti þjóðveginn við nýju Markarfljótsbrúna og mikill viðbúnaður var af hálfu Almannavarna við að forða bæði fólki og búfénaði af hættusvæðum. Þá varð öskustrókurinn úr gosinu til þess að flugumferð í Evrópu lamaðist að stórum hluta í sex daga. Strókurinn stóð enda um níu kílómetra upp í loftið þegar mest lét. Sprengivirkni var mest fyrstu viku gossins, sem þó stóð fram í júní. Gosið hafði mikil áhrif hér heima vegna öskufalls nærri gosstöðvunum og vatnavaxta og gætir þeirra áhrifa enn. Erlendis röskuðust hins vegar ferðaáætlanir um fimm milljóna manna. Kostnaður hér heima vegna gossins hefur verið metinn rúmlega 800 milljónir króna. Erlendis er kostnaður vegna áhrifa á samgöngur talinn í tugum milljarða. Á alþjóðlegri ráðstefnu Keilis um gosið kom fram að flugfélög eru talin hafa tapað 23 milljörðum króna á degi hverjum sem flugumferð lá niðri í Evrópu. Er þá ótalinn allur annar kostnaður. Þá er gosið í Eyjafjallajökli einn af fimm stærstu atburðum ársins á heimsvísu samkvæmt tölum leitarvélarinnar Google, en sú niðurstaða byggir á því hversu oft leitarorð koma fyrir. Auk gossins voru talin til jarðskjálftinn á Haítí, Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver, olíuslysið í Mexíkóflóa og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Eyjafjallajökull er fimmti stærsti jökull Íslands og hefur gosið þar fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og loks núna á þessu ári. - óká Á fimmvörðuhálsi Fjöldi fólks vildi berja augum eldgosið á Fimmvörðuhálsi og svo það sem hófst í Eyjafjallajökli. Töluverð umsvif urðu því í að ferja ferðafólk í þyrlum upp að gosstöðvunum. Fréttablaðið/antongosmökkur Hér má sjá gosstrókinn liggja í suður frá gígnum í Eyjafjallajökli. Gosstrókurinn náði oft mikilli hæð og barst aska yfir til meginlands Evrópu og truflaði flugumferð. Fréttablaðið/GVAÖskuþvottur Hér má sjá Ragnar Þorra Vignisson á bænum Hemlu, skammt austan Hvolsvallar, þvo ösku af heimilisbílnum með gosmökkinn í baksýn. Fréttablaðið/Pjetur
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira