Innlent

Einstæð móðir óttast breytingar LÍN

Fjögurra barna einstæð móðir veit ekki hvernig endar eiga að ná saman gangi breytingartillögur Lánasjóðs íslenskra námsmanna eftir. Framfærsla til fjölskyldna með fleiri en eitt barn skerðist og námsmenn þurfa að ljúka fleiri einingum á önn en áður til að vera lánshæfir.

Námsmenn mótmæltu í dag við menntamálaráðuneytið vegna breytinga á úthlutunarreglum LÍN. Í þeim felst meðal annars hækkun á lágmarkseiningafjölda úr 10 á önn í 18. Jens Fjalar Skaptason formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands segir að með afnámi upptökuprófa í Háskóla íslands geti nemendur misst rétt til námslána.

Heiða Björk Sævarsdóttir er einstæð móðir með fjögur börn á framfæri og er skráð í framhaldsnám í haust. Í stað þess að fá jafnar greiðslur með hverju barnanna eins og hingað til, fær hún fulla greiðslu fyrir eitt barn, en hlutfallið skerðist svo með með hverju barni. Hún segist kunna að fara sparlega með peninga, en fjárhagsleg staða hennar sé nú í óvissu.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir niðurskurðinn óumflýjanlegan vegna stöðu ríkissjóðs. Í fyrra hafi verið veitt 20% aukafjárveiting í sjóðinn, en nú þurfi að skera niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×