Aron: Minn stærsti leikur á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar 23. janúar 2010 22:18 Aron var frábær í kvöld. Mynd/DEINER/Leena Manhart Þó svo að ferill hins nítján ára Arons Pálmarssonar telji ekki mörg ár er óhætt að segja að hann hafi spilað leik lífs síns í kvöld. Hann skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri á Dönum á EM í handbolta, 27-22. „Ég var orðinn fáránlega hungraður,“ sagði Aron við Vísi eftir leikinn en hann kom lítið sem ekkert við sögu í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu. „Ég veit ekki hvort Gummi vildi hvíla mig út af hnénu eða hvað sem það var. En ég var alla vega orðinn mjög hungraður.“ „Þetta var líka algjör úrslitaleikur og það kom bara ekki til greina að koma inn á völlinn og standa sig ekki. Það kom bara alls ekki til greina.“ Það er óhætt að segja að Aron hafi átt góða innkomu í liðið en hann var óhræddur við að skjóta Evrópumeistarana í kaf. „Ég náði að stilla mig það vel inn á leikinn að þetta heppnaðist vel. Að vísu fannst mér að ég hefði getað gert betur í 2-3 skotum þar sem ég var ekki að hitta nógu vel.“ „Síðustu 2-3 vikur hef ég verið að missa aðeins tilfinninguna fyrir skotunum en það er að koma aftur núna.“ Hann segir engan vafa á því að þetta sé hans stærsti leikur á ferlinum. „Ég hef ekki spilað stærri leik hingað til. Enda fannst mér eins og við værum á heimavelli í kvöld. Stuðningur þeirra Íslendinga sem voru í höllinni í kvöld var ótrúlegur og svo finnur maður líka fyrir því hvernig stemningin er heima. Það er því ekki annað hægt að mæta brjálaður og hungraður til leiks.“ Aron finnst að hann passi vel í íslenska landsliðshópinn þó svo að hann sé nú að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Þetta er eitt reynslumesta liðið á mótinu og þessir strákar hafa spilað lengi saman. En mér finnst ég bara passa fullkomlega inn í þennan hóp. Það er svo mikil samheldni í liðinu og þá er Gummi líka algjör meistari í að stilla allt svona vel saman.“ Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Þó svo að ferill hins nítján ára Arons Pálmarssonar telji ekki mörg ár er óhætt að segja að hann hafi spilað leik lífs síns í kvöld. Hann skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri á Dönum á EM í handbolta, 27-22. „Ég var orðinn fáránlega hungraður,“ sagði Aron við Vísi eftir leikinn en hann kom lítið sem ekkert við sögu í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu. „Ég veit ekki hvort Gummi vildi hvíla mig út af hnénu eða hvað sem það var. En ég var alla vega orðinn mjög hungraður.“ „Þetta var líka algjör úrslitaleikur og það kom bara ekki til greina að koma inn á völlinn og standa sig ekki. Það kom bara alls ekki til greina.“ Það er óhætt að segja að Aron hafi átt góða innkomu í liðið en hann var óhræddur við að skjóta Evrópumeistarana í kaf. „Ég náði að stilla mig það vel inn á leikinn að þetta heppnaðist vel. Að vísu fannst mér að ég hefði getað gert betur í 2-3 skotum þar sem ég var ekki að hitta nógu vel.“ „Síðustu 2-3 vikur hef ég verið að missa aðeins tilfinninguna fyrir skotunum en það er að koma aftur núna.“ Hann segir engan vafa á því að þetta sé hans stærsti leikur á ferlinum. „Ég hef ekki spilað stærri leik hingað til. Enda fannst mér eins og við værum á heimavelli í kvöld. Stuðningur þeirra Íslendinga sem voru í höllinni í kvöld var ótrúlegur og svo finnur maður líka fyrir því hvernig stemningin er heima. Það er því ekki annað hægt að mæta brjálaður og hungraður til leiks.“ Aron finnst að hann passi vel í íslenska landsliðshópinn þó svo að hann sé nú að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Þetta er eitt reynslumesta liðið á mótinu og þessir strákar hafa spilað lengi saman. En mér finnst ég bara passa fullkomlega inn í þennan hóp. Það er svo mikil samheldni í liðinu og þá er Gummi líka algjör meistari í að stilla allt svona vel saman.“
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti