Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 08:57 Ef satt reynist voru leikmenn Fredericia komnir með nóg af kröfum Guðmundar Guðmundssonar. EPA/GEORGI LICOVSKI Það kom til greina hjá forráðamönnum danska handknattleiksfélagsins Fredericia að reka Guðmund Guðmundsson strax í sumar og leikmenn liðsins kvörtuðu undan starfsháttum hans, samkvæmt frétt danska handboltamiðilsins hbold.dk. Þrátt fyrir þann frábæra árangur sem Fredericia hefur náð síðustu ár, undir stjórn Guðmundar, var honum sagt upp á mánudaginn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og alls níu af síðustu tíu leikjum ef horft er einnig til síðustu leiktíðar. Samkvæmt frétt hbold.dk var rætt um að láta Guðmund fara í sumar en ákveðið að gefa honum tækifæri á nýju tímabili. Hins vegar segir miðillinn að samkvæmt sínum upplýsingum hafi leikmenn verið orðnir óánægðir og viljað losna við Guðmund, þrátt fyrir að hann hafi til að mynda komið liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Miðillinn segir leikmenn raunar hafa verið óánægða með aðferðir þjálfarans og samskipti við hann um langa hríð. Tónninn hafi ekki alltaf verið blíður í klefanum. Þó að árangurinn hafi verið góður og Fredericia þakki Guðmundi fyrir að hafa komið liðinu aftur í fremstu röð þá hafi þolinmæði manna á endanum verið á þrotum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, hefur einnig rætt um það að Guðmundur sé afar kröfuharður þjálfari og að þegar leikmenn gangi ekki í takti við þær kröfur sé lítið hægt að gera. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Jesper Houmark og Michael Wollesen, sem voru aðstoðarmenn Guðmundar, munu stýra Fredericia út tímabilið. Danski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Þrátt fyrir þann frábæra árangur sem Fredericia hefur náð síðustu ár, undir stjórn Guðmundar, var honum sagt upp á mánudaginn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og alls níu af síðustu tíu leikjum ef horft er einnig til síðustu leiktíðar. Samkvæmt frétt hbold.dk var rætt um að láta Guðmund fara í sumar en ákveðið að gefa honum tækifæri á nýju tímabili. Hins vegar segir miðillinn að samkvæmt sínum upplýsingum hafi leikmenn verið orðnir óánægðir og viljað losna við Guðmund, þrátt fyrir að hann hafi til að mynda komið liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Miðillinn segir leikmenn raunar hafa verið óánægða með aðferðir þjálfarans og samskipti við hann um langa hríð. Tónninn hafi ekki alltaf verið blíður í klefanum. Þó að árangurinn hafi verið góður og Fredericia þakki Guðmundi fyrir að hafa komið liðinu aftur í fremstu röð þá hafi þolinmæði manna á endanum verið á þrotum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, hefur einnig rætt um það að Guðmundur sé afar kröfuharður þjálfari og að þegar leikmenn gangi ekki í takti við þær kröfur sé lítið hægt að gera. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Jesper Houmark og Michael Wollesen, sem voru aðstoðarmenn Guðmundar, munu stýra Fredericia út tímabilið.
Danski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira