Handbolti

Glimrandi byrjun Gummersbach heldur á­fram

Valur Páll Eiríksson skrifar
Guðjón Valur hefur stýrt sínum mönnum til fimm sigra í fyrstu sex umferðum deildarinnar.
Guðjón Valur hefur stýrt sínum mönnum til fimm sigra í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Tom Weller/picture alliance via Getty Images

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu Stuttgart 33-26 í sjöttu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Liðið er á mikilli siglingu.

Gummersbach hafði unnið fjóra af fyrsti fimm leikjum vetrarins og gat unnið þriðja leik sinn í röð er Stuttgart kom í heimsókn í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en heimamenn skrefi á undan í fyrri hálfleik. Að honum loknum var staðan 14-13 Gummersbach í vil.

Stuttgart svaraði í byrjun síðari hálfleiks og komst 20-19 yfir en það var í síðasta sinn sem liðið leiddi. Gummersbach skoraði sjö mörk gegn tveimur á næstu mínútum, staðan 26-22 og ljóst að liðið myndi ekki láta þá forystu af hendi.

Leiknum lauk 

Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í deildinni í kvöld. Kiel vann öruggan átta marka sigur, 33-25, á Minden og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Lemgo hafði nauman sigur 28-25 á Bergischer og er stigi á eftir Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×