Fótbolti

Tevez vill sanna sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez ásamt nokkrum landsliðsfélögum sínum.
Carlos Tevez ásamt nokkrum landsliðsfélögum sínum. Nordic Photos / AFP
Carlos Tevez ætlar að sanna fyrir Diego Maradona landsliðsþjálfara að hann eigi heima í byrjunarliði argentínska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Maradona hefur yfirleitt stillt upp þeim Lionel Messi og Gonzalo Higuain í sókninni þegar liðið spilar eftir 4-4-2 leikkerfinu.

En liðið æfði á laugardaginn og stillti þá Maradona upp þriggja manna sóknarlínu með Tevez innanborðs.

Argentína mætir Kanada í æfingaleik í kvöld og er búist við því að liðið spili með þrjá sóknarmenn.

„Mín vegna er það í góðu lagi að spila með tveimur öðrum sóknarmönnum því það hef ég oft gert áður," sagði Tevez.

„En þetta verður ekki auðvelt fyrir Diego," bætti hann við. „Það ríkir góð og heilbrigð samkeppni innan liðsins en ég hef reynt að sýna á æfingum að ég vilji spila. Það er svo undir Diego komið hvernig liðið verður skipað gegn Nígeríu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×