Tvö skattþrep hefðu náð settu markmiði 23. janúar 2010 04:30 Pétur Blöndal Afar umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu voru keyrðar í gegnum Alþingi á mettíma fyrir áramót án þess að raunveruleg umræða ætti sér stað um þá fjölmörgu galla sem eru á því kerfi sem nú hefur verið innleitt. Þetta segir Pétur Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Óheppilegt er að flækja kerfið óþarflega mikið eins og nú hefur verið gert. Með flóknara kerfi og hærri sköttum eru miklar líkur á því að sú tekjuaukning sem ríkið ætlar sér að ná með breyttu kerfi muni ekki skila sér, segir Pétur. Vegna breytinganna verði mun meira um að endurgreiða þurfi oftekna skatta, eða að fólk þurfi að greiða háar upphæðir eftir á. „Það hefði mátt gera þetta miklu einfaldara, en það var bara enginn áhugi á því,“ segir Pétur. „Málið var keyrt í gegn umræðulaust.“ Hægt hefði verið að ná öllum markmiðum þess kerfis sem nú hefur verið tekið upp með því að notast við gamla kerfið, en bæta við hátekjuskatti, ef vilji hefði verið fyrir hendi, segir Pétur. „Hugsunin var meira að koma á sósíalísku skattkerfi en að gera kerfið einfalt eða réttlátt, því miður,“ segir Pétur. Hann segir stjórnarandstöðuna ítrekað hafa bent á að afar óheppilegt væri að hækka skatta í miðri kreppu. Flest bendi til þess að ástandið verði verst í ár. Því hefði átt að fresta því um eitt ár að auka álögur, og afla ríkinu frekar tekna með því að skattleggja séreignarsparnað, eins og sjálfstæðismenn hafi lagt til. „Ég held að þriggja þrepa kerfi sé ekki óþarflega flókið,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og skattanefndar. Slík kerfi séu notuð víða í nágrannalöndunum með góðum árangri. Breytingar á tekjuskattskerfinu miða fyrst og fremst að því að auka tekjur ríkisins og auka jöfnuð, segir Helgi. Vissulega hefði mátt fara nærri þeim markmiðum með því að notast við flatan skatt auk hátekjuskatts. Það hefði einfaldað kerfið fyrir þorra launamanna, þar sem allir nema hátekjufólk væru áfram í einu skattþrepi. Þriggja þrepa kerfið hefur það fram yfir að gefa færi á frekari breytingum í framtíðinni, segir Helgi. Áhugi hafi verið á því að hafa skatthlutfallið lægra í lægsta skattþrepinu, en ekki hafi verið svigrúm til þess nú. Auðvelt verði að lækka það hlutfall þegar svigrúm skapist í framtíðinni. brjann@frettabladid.is Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Afar umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu voru keyrðar í gegnum Alþingi á mettíma fyrir áramót án þess að raunveruleg umræða ætti sér stað um þá fjölmörgu galla sem eru á því kerfi sem nú hefur verið innleitt. Þetta segir Pétur Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Óheppilegt er að flækja kerfið óþarflega mikið eins og nú hefur verið gert. Með flóknara kerfi og hærri sköttum eru miklar líkur á því að sú tekjuaukning sem ríkið ætlar sér að ná með breyttu kerfi muni ekki skila sér, segir Pétur. Vegna breytinganna verði mun meira um að endurgreiða þurfi oftekna skatta, eða að fólk þurfi að greiða háar upphæðir eftir á. „Það hefði mátt gera þetta miklu einfaldara, en það var bara enginn áhugi á því,“ segir Pétur. „Málið var keyrt í gegn umræðulaust.“ Hægt hefði verið að ná öllum markmiðum þess kerfis sem nú hefur verið tekið upp með því að notast við gamla kerfið, en bæta við hátekjuskatti, ef vilji hefði verið fyrir hendi, segir Pétur. „Hugsunin var meira að koma á sósíalísku skattkerfi en að gera kerfið einfalt eða réttlátt, því miður,“ segir Pétur. Hann segir stjórnarandstöðuna ítrekað hafa bent á að afar óheppilegt væri að hækka skatta í miðri kreppu. Flest bendi til þess að ástandið verði verst í ár. Því hefði átt að fresta því um eitt ár að auka álögur, og afla ríkinu frekar tekna með því að skattleggja séreignarsparnað, eins og sjálfstæðismenn hafi lagt til. „Ég held að þriggja þrepa kerfi sé ekki óþarflega flókið,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og skattanefndar. Slík kerfi séu notuð víða í nágrannalöndunum með góðum árangri. Breytingar á tekjuskattskerfinu miða fyrst og fremst að því að auka tekjur ríkisins og auka jöfnuð, segir Helgi. Vissulega hefði mátt fara nærri þeim markmiðum með því að notast við flatan skatt auk hátekjuskatts. Það hefði einfaldað kerfið fyrir þorra launamanna, þar sem allir nema hátekjufólk væru áfram í einu skattþrepi. Þriggja þrepa kerfið hefur það fram yfir að gefa færi á frekari breytingum í framtíðinni, segir Helgi. Áhugi hafi verið á því að hafa skatthlutfallið lægra í lægsta skattþrepinu, en ekki hafi verið svigrúm til þess nú. Auðvelt verði að lækka það hlutfall þegar svigrúm skapist í framtíðinni. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira