Innlent

Skýrslan styrkir rannsókn sérstaks saksóknara

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis fyllir út í þá mynd sem sérstakur saksóknari hefur verið að rannsaka frá hruni bankanna. Ólafur Þór Hauksson, segir að skýrslan muni nýtast vel við rannsókn mála. Sigríður Mogensen ræddi við hann í dag.

Hann segir skýrsluna upplýsa um umhverfi þeirra mála sem verið er að rannsaka hjá sérstökum saksóknara.

„Skýrslan kemur sér mjög vel fyrir rannsóknina og styrkir hana," sagði Ólafur Þór sem efast ekki um að finna megi fleiri mál í skýrslunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×