Lífið

Samningur við þýska útgáfu

Valgeir og félagar í Bedroom Community hafa gert dreifingarsamning við þýska fyrirtækið Kompakt Records. fréttablaðið/anton
Valgeir og félagar í Bedroom Community hafa gert dreifingarsamning við þýska fyrirtækið Kompakt Records. fréttablaðið/anton
Íslenska útgáfufyrirtækið Bedroom Community hefur gert dreifingarsamning við þýska fyrirtækið Kompakt Records.

Samningurinn kveður á um að plötur Bedroom Community komi út víðs vegar um heiminn. „Við vorum með svipaðan samning áður hjá bresku fyrirtæki sem var öllu minni. Þannig að þetta er í rauninni næsta skref upp á við í að reyna að koma plötunum sem víðast,“ segir upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Valgeir Sigurðsson. „Þetta er mjög virt fyrirtæki. Það byrjaði sem dálítið sérhæft teknó-fyrirtæki en á síðustu árum hafa þeir verið að víkka sig talsvert mikið út, sérstaklega í dreifingunni.“ Kompakt er einnig með hljómsveitina Gus Gus á sínum snærum og dreifði nýjustu plötu sveitarinnar erlendis á síðasta ári.

Þrjár fyrstu plöturnar frá Bedroom Community sem Kompakt dreifir eru By the Throat eftir Ben Frost, Draumalandið eftir Valgeir og Processions með Daníel Bjarnasyni. Plata með Sam Amidon er einnig væntanleg, sem margir bíða spenntir eftir, auk þess sem nýtt efni frá Ben Frost og Nico Muhly er í pípunum. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.