Lífið

Þrífst á spennu og óvissu

Keira Knightley. MYND/BANG Showbiz
Keira Knightley. MYND/BANG Showbiz

Leikkonan Keira Knightley, 25 ára finnst spennandi að vita ekki hvernig ferilinn æxlast. Hún er ánægð að hafa uppfyllt æskudrauminn um að verða kvikmyndastjarna en hvað framhaldið varðar þá hlakkar hana til að sjá hvað gerist. Hún þrífst á spennunni.

„Allt mitt líf hef ég tekist á við nákvæmlega það sem mig langaði. Ég elska kvikmyndir og ég elska sögurnar sem eru sagðar og ég elska að leika. Það er ekki sjálfgefið að vera vinsæl leikkona í Hollwyood. Einn daginn ertu sjóðheit og næsta ísköld. Mér finnst óvissan í kringum starfið vera spennandi," sagði Keira.

„Ef mér yrði boðið að kíkja í framtíðina myndi ég neita. Hvað ef allt yrði hræðilegt? Ég vil láta ráðast hvað verður og ég ætla aldeilis ekki að eyða tíma mínum í áhyggjur um framhaldið svo mikið er víst. En ég elska óvissuna og spennuna," sagði leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.