Innlent

Krefjast sautján þúsund milljarða úr bönkunum

kröfurnar flokkaðar Starfsfólk skilanefndar Kaupþings vann á vöktum við að flokka rúmlega 28 þúsund kröfur sem bárust í þrotabú bankans. Fréttablaðið/valli
kröfurnar flokkaðar Starfsfólk skilanefndar Kaupþings vann á vöktum við að flokka rúmlega 28 þúsund kröfur sem bárust í þrotabú bankans. Fréttablaðið/valli

Ekki er hægt að segja nú um stundir hvort lífeyrissjóðirnir tapi fjármunum á falli Kaupþings. Þetta er mat Arnars Sigurmundssonar, formanns Landssambands lífeyrissjóða. Hann segir lífeyrissjóðina hafa lagt fram ýtrustu kröfur í þrotabú Kaupþings og muni sum þeirra verða skuldajafnaðar til móts við gjaldeyrisskiptasamninga lífeyrissjóðanna við bankann en samningarnir reiknast sem skuld þeirra við hann.

Heildarfjárhæð krafna í þrotabú Kaupþings nemur 7.316 milljörðum króna, að því er fram kemur í kröfuskrá þrotabúsins, sem birt var kröfuhöfum í gær. Þar af nema kröfur lífeyrissjóðanna rétt tæpum áttatíu milljörðum króna, sem jafngildir tæpu prósenti af heildarkröfum. Til samanburðar námu kröfur í bú Glitnis 3.436 milljörðum króna og í bú Landsbankans 6.500 milljörðum.

Alls var 28.167 kröfum lýst í bú Kaupþings frá 119 löndum, þar af er um helmingurinn frá innstæðueigendum í Þýskalandi. Þýski bankinn Deutsche Bank er stærsti einstaki erlendi kröfuhafinn í þrotabú Kaupþings. Bankinn átti jafnframt stærstu kröfuna í bú Landsbankans.

Sumum kröfum var tví- og þrílýst auk þess að einhverjar höfðu þegar verið greiddar og því viðbúið að heildarraunkrafan muni lækka um að minnsta kosti fjörutíu prósent, niður í 4.416 milljarða króna. jonab@frettabladid.isAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.