Lífið

Sætur bíll sem gleður augað

Ólína Sigurjónsdóttir skreytti bíl sinn með augnhárum fyrir framljósin og hefur uppátækið vakið mikla athygli. fréttablaðið/valli
Ólína Sigurjónsdóttir skreytti bíl sinn með augnhárum fyrir framljósin og hefur uppátækið vakið mikla athygli. fréttablaðið/valli
Ólína Sigurjónsdóttir ekur um göturnar á afskaplega fallegum bíl og hefur vakið verðskuldaða athygli meðal annarra ökumanna. Bíll Ólínu skartar fallegum, löngum augnhárum yfir framljósunum og er án efa einn sætasti bíll landsins um þessar mundir.

„Dóttir mín var að skoða vefsíðuna Pressan.is og las grein um að konur gætu nú loks gert bílana sína svolítið kvenlegri með því að skreyta þá með augnhárum. Fyrst þetta var ekki svo dýrt ákvað ég að splæsa svona á bílinn minn. Þetta var nú aðallega í gríni gert,“ útskýrir Ólína. Augnhárin voru pöntuð af vefsíðunni www.carlashes.com og send hingað frá Bandaríkjunum og kveðst Ólína ánægð með kaupin. „Mér fannst ég þurfa að lífga svolítið upp á bílinn og þótti þetta skemmtileg leið. Karlmenn geta bætt við allskyns skrauti á bílana sína, eins og pústi og vindskeið, en fyrir okkur konurnar var ekki um svo mikið að velja. Nema þá kannski loðin stýri og annað slíkt.“

Aðspurð segir Ólína bílinn hafa vakið athygli meðal manna og finnst henni ágætt að geta gefið fólki eitthvað til að brosa yfir. „Fólk brosir yfir þessum skrítna bíl í umferðinni. Sumir öskra og hlæja aðrir bara stara, en sem betur fer hefur þetta ekki valdið neinum árekstrum,“ segir Ólína hlæjandi og bætir við: „Sumir spyrja hvort ég ætli ekki að bæta við glossi á bílinn en ég svara að bara að bónið á bílnum sé nógu mikill glans fyrir mig.“ - sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.