Innlent

Mótmæla fyrirhuguðum hótelrekstri í Heilsuverndastöðinni

Boðað hefur verið til mótmæla við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur í dag klukkan 14. Tilefnið er áform um að brjóta innviði stöðvarinnar og breyta húsinu í hótelbyggingu.

Í tilkynningu um málið sem Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi sendir, segir að áformin séu út í hött og í hróplegri mótsögn við menningarsögulegt gildi hússins. Það hafi verið að frumkvæði Framsóknarflokksins árið 1989 sem áform um að leggja starfsemina niður hafi hafist. Áformin hafi smám saman hlotið stuðning í borgarstjórn gegn einaðri andstöðu Ólafs.

Hann segir stuðning fjórflokksins, sérstaklega R-lista og síðar einnig Sjálfstæðisflokksins við þetta einstaklega skammsýna og skaðvænlega mál eins og það er orðað í tilkynningunni hafi leitt til ófremdarástands sem verði að snúa við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×