Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger, er sextugur í dag. Vísir hafði samband og óskaði honum til hamingju með daginn og forvitnaðist um leið út í veisluhöld.
„Takk. Mér líður bara ágætlega," svarar afmælisbarnið hlæjandi spurt hvernig tilfinning það er að vera sextugur.
Ásgeir með sonum og dóttursonum á góðri stundu.
„Ég sá einhversstaðar að Sean Connery sagðist ekki eldast heldur bara þroskast."
„Aldurinn er svo afstæður. Hann er bara eins og maður vill hafa hann," segir Ásgeir.
Á að halda partí? „Já næsta föstudag. 29. janúar klukkan 20 til 23," segir Ásgeir og heldur áfram: Afmælisveislan verður haldin á 80's næsta föstudag. Erpur og Geiri Ólafs hafa boðað komu sína.„Veislan verður haldin á veitingastaðnum 80´s á Grensásvegi, þar sem Steak and play var. Ég býð upp á léttar veitingar fyrir vini og ættingja til sjós og lands."
„Það verða einhver skemmtiatriði. Erpur og Geiri Ólafs hafa boðað komu sína. Þeir ætla að kíkja við."