Innlent

Hrafnista endurbætt fyrir 300 milljónir

Hrafnista.
Hrafnista.

Ráðist verður í endurbætur á Hrafnistu í Reykjavík fyrir um 300 milljónir króna en samkvæmt tilkynningu verða endurbæturnar fjármagnaðar með ágóða af Happdrætti DAS og með framlagi úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Elsti hluti hússins er frá árinu 1957 en gagngerar endurbætur á húsnæðinu hófust árið 2007.

Í febrúar hefjast framkvæmdir við fjórða áfanga breytinganna þegar herbergi í F-álmu verða stækkuð og endurbætt. Er áætlaður kostnaður um 300 milljónir króna.

Heildarkostnaður, þegar framkvæmdum lýkur hjá Hrafnistu í Reykjavík í kringum 2013, er áætlaður rúmur einn milljarður króna.

Þegar er lokið stækkun og endurnýjun miðrýma og herbergja í öðrum eldri álmum auk ýmsum öðrum tengdum framkvæmdum við Laugarás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×