Innlent

Ríkisstjórnarfundur hafinn

Ríkisstjórn Íslands hittist á fundi sem hófst klukkan sex í dag í ráðherrabústaðnum. Horfur í ríkisfjármálum og sameining ráðuneyta verða til umræðu.

Boðað var til fundarins á föstudaginn en sem kunnugt er hefur verið ósamkomulag milli stjórnarflokkana um hvernig staðið skuli að sameiningu ráðuneyta, en frumvarp um breytingar þess efnis á að ræða í ríkisstjórn á þriðjudaginn.

Ekkert hefur verið gefið upp um hvernig þær breytingar verða útfærðar. Enn er óljóst hvort breytingar verða á ríkisstjórn, en á föstudaginn útilokaði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ekki að Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, myndi taka aftur við ráðherraembætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×