Lífið

Krepputexti í stað ástaróðs

Hljómsveitin Menn ársins tekur þátt í undankeppni Eurovision í kvöld.
Hljómsveitin Menn ársins tekur þátt í undankeppni Eurovision í kvöld.
„Hvers vegna skyldu menn ekki geta sungið um það sem skiptir máli þarna líka. Ekki það að ást og hamingja skipti ekki máli,“ segir Sváfnir Sigurðarson.

Hann samdi textann við lag hljómsveitarinnar Menn ársins, Gefst ekki upp, sem keppir í Eurovision í kvöld. Flest lögin í keppninni fjalla um ástina á einn eða annan hátt en lag Manna ársins snýst um kreppuna, þar á meðal búsáhaldabyltinguna, þar sem meðal annars segir: „Að glænýjum sið þá mótmæltum við, stóðum saman við þinghúsið“.

Sváfnir segir textann byggðan á reynslu sinni af kreppunni. „Ef menn hafa ekki orðið fyrir áhrifum af andrúmsloftinu í þjóðfélaginu hljóta þeir að hafa verið sofandi. Þetta er leið til að súmmera það aðeins upp og smá hvatning líka. Það er búið að vera svo rosalega mikið þunglyndi í gangi en við eigum ekkert að gefast upp,“ segir hann.

Sváfnir tekur fram að textinn hafi ekki verið saminn sérstaklega fyrir Eurovision. „Við sömdum bara þetta lag og síðan var ákveðið að dúndra því inn í Eurovision. Það var ekki meðvituð ákvörðun að gera Eurovision að pólitísku hreyfiafli. En á þeim tímum þegar menn þurfa að þjappa sér saman er þetta kannski rétta lagið.“

Menn ársins tóku þátt í undankeppni Eurovision árið 2007 er þeir flutti lagið If You Were Here eftir Þórarin Freysson. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu ári síðar og fyrir áhugasama er hægt að hala henni frítt niður á síðunni Bandcamp.com. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.