Fótbolti

Egyptar Afríkumeistarar þriðja sinn í röð

Elvar Geir Magnússon skrifar

Egyptaland vann Gana 1-0 í jöfnum úrslitaleik Afríkumótsins í dag. Keppnin fór fram í Angóla en varamaðurinn Mohamed Gedo skoraði eina mark leiksins með fallegu skoti sex mínútum fyrir leikslok.

Þetta sigurmark kom gegn gangi leiksins en Gedo tryggði sér markakóngstitil mótsins. Egyptaland hefur hampað Afríkumeistaratitlinum sjö sinnum, oftar en nokkur önnur þjóð. Þetta var í þriðja sinn í röð sem liðið vinnur þennan titil.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×