Lífið

Breytist í Drakúla

Sam worthington Aðalleikarinn í Avatar ætlar næst á spreyta sig á sjálfum Drakúla.
Sam worthington Aðalleikarinn í Avatar ætlar næst á spreyta sig á sjálfum Drakúla.
Sam Worthington, aðalleikarinn í stórmyndinni Avatar, ætlar að flytja sig um set frá Pandóru yfir til Transylvaníu. Hann er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni Dracula Year Zero. Myndin fjallar um söguna á bak við greifann Drakúla og hvað varð til þess að hann breyttist í blóðdrekkandi ófreskju. Það er kvikmyndafyrirtækið Universal sem framleiðir myndina en það sendi á fjórða og fimmta áratugnum frá sér hryllingsmyndir á borð við Frankenstein og The Wolfman. Einnig framleiddi það myndina Dracula sem kom út 1979. Worthington getur valið úr hlutverkum þessa dagana eftir velgengni Avatar. Hann sést næst í hinni endurgerðu Clash of the Titans, auk þess sem hann hefur verið orðaður við myndina The Last Days of American Crime.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.