Innlent

Vilhjálmur Bjarnason neitaði að taka við verðlaunum frá Iceland Express

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason neitaði að taka við verðlaunum sem voru frá Iceland Express. Mynd/ Valgarður.
Vilhjálmur Bjarnason neitaði að taka við verðlaunum sem voru frá Iceland Express. Mynd/ Valgarður.
Garðabær sigraði í spurningakeppninni Útsvar sem fram fór á Ríkisútvarpinu í kvöld. Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, var í sigurliðinu. Hann neitaði að taka við hluta verðlaunanna sem í boði voru fyrir sigurliðið. Um var að ræða ferðaávísun frá Iceland Express.

Flugfélagið Iceland Express er í eigu Pálma Haraldssonar fjárfestis. Pálmi hefur komið nokkuð við sögu í fjölmiðlum í vikunni. Meðal annars eftir að skilanefnd og slitastjórn Glitnis stefndi honum og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna lána sem talið er að þeir hafi hagnast persónulega á.

Þá hefur ekki síður vakið athygli stefna Pálma gegn Svavari Halldórssyni, fréttamanni á RÚV, vegna frétta tengdum Pálma og eignarhaldsfélaginu Fons, sem nú er komið í þrot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×