Lífið

Gibson vill enga lífverði

Byssuglaður
Mel Gibson sefur með byssu á nóttunni.
Byssuglaður Mel Gibson sefur með byssu á nóttunni.
Í nýlegu viðtali við Hello Magazine skírði leikarinn Mel Gibson frá því að í stað þess að ráða til sín lífverði svæfi hann með byssu við rúm sitt. „Ég var einu sinni með lífverði, en mér fannst það erfitt. Ef þinn tími er kominn, þá er hann kominn. Ef ég ligg í rúmi mínu og einhver brýst inn til mín þá annaðhvort vakna ég eða ekki. Annaðhvort næ ég honum með kylfunni minni eða byssunni sem ég sef með, eða þeir ná mér,“ sagði leikarinn og þegar hann var spurður hvort hann ætti byssu í raun svaraði hann: „Auðvitað. Á tímum sem þessum verður maður að gíra sig upp. Algjörlega.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.