Innlent

Smíða 1100 hestafla bíl

Fimm ár hefur tekið að byggja bílinn frá grunni.
Fimm ár hefur tekið að byggja bílinn frá grunni.

 „Þetta er tæki með 1100 hestafla vél – alvöru kvartmílubíll,“ segir Rúdólf Jóhannsson, sem hefur ásamt syni sínum smíðað kvartmílubíl frá grunni.

Bíllinn er eftirlíking af Pontiac GTO 65 að sögn Rúdólfs, ef frá er talið boddíið sem allt er gert úr plasti. Feðgarnir hafa dundað sér við smíðarnar síðustu fimm ár og segjast hafa haft gaman af. „Við erum báðir miklir bíladellukallar og skemmtum okkur vel við þetta.“

Þess má geta að kvartmílubíllinn verður á meðal þeirra fjölmörgu ökutækja sem hægt verður að skoða á Burnout-sýningu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×