Vantar meira fé til að rannsaka mistök 2. júní 2010 05:00 Embætti landlæknis mun á næstunni rannsaka tíðni þess sem innan heilbrigðiskerfisins er kallað „óvæntir skaðar”. Staðið hefur til að gera rannsóknina í nokkur ár. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. „Rannsóknin á að svara þeirri spurningu hvort tíu prósent þeirra sem leggjast inn á spítala hér á landi verði fyrir einhvers konar skaða af völdum meðferðarinnar sem við erum að veita, eins og erlendar rannsóknir benda eindregið til,“ segir Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Landlæknisembættið mun rannsaka á næstunni tíðni þess sem innan heilbrigðiskerfisins er kallað „óvæntir skaðar“. Staðið hefur til að gera rannsóknina í nokkur ár. „Heiðarlega svarið við spurningunni af hverju þessi rannsókn hefur ekki verið gerð fyrir löngu er að til þess hefur ekki fengist fjármagn,“ segir Sigurður sem er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar. Rannsóknin er gerð í samvinnu við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir liggur 700.000 króna styrkur frá heilbrigðisráðuneytinu og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hins vegar kostar átta milljónir „að gera rannsóknina almennilega“, eins og Sigurður orðar það og vinnur hann þessa dagana að styrkumsóknum. Hann furðar sig á því hversu illa hefur gengið að fjármagna rannsóknina. „Þegar sinueldur brann á Mýrum 2006 var veittur 25 milljóna króna styrkur til að kanna áhrif eldsins á gróður og smádýralíf. Það var nauðsynlegt en þessi rannsókn er það ekki síður,“ segir Sigurður og viðurkennir að leitað hafi verið beint til sitjandi heilbrigðisráðherra í gegnum tíðina, án árangurs. Álfheiður Ingadóttir er ekki í þeim hópi. „Það er ekki verið að reyna að finna sökudólga. Það er mikilvægt að það komi skýrt fram,“ segir Sigurður. „Hins vegar leggjast inn á Landspítalann um 30 þúsund manns á ári og því má reikna með að þrjú þúsund manns verði þar fyrir einhvers konar skaða á hverju ári.“ Þetta þýðir að 200 manns láta lífið á spítalanum vegna óvæntra skaða og þar af níutíu vegna mistaka sem sannað er að hægt hefði verið að fyrirbyggja, samkvæmt rannsóknum á stærstu og virtustu sjúkrahúsum Bandaríkjanna sem sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu tilfellum mannlegra mistaka. - shá Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Rannsóknin á að svara þeirri spurningu hvort tíu prósent þeirra sem leggjast inn á spítala hér á landi verði fyrir einhvers konar skaða af völdum meðferðarinnar sem við erum að veita, eins og erlendar rannsóknir benda eindregið til,“ segir Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Landlæknisembættið mun rannsaka á næstunni tíðni þess sem innan heilbrigðiskerfisins er kallað „óvæntir skaðar“. Staðið hefur til að gera rannsóknina í nokkur ár. „Heiðarlega svarið við spurningunni af hverju þessi rannsókn hefur ekki verið gerð fyrir löngu er að til þess hefur ekki fengist fjármagn,“ segir Sigurður sem er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar. Rannsóknin er gerð í samvinnu við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir liggur 700.000 króna styrkur frá heilbrigðisráðuneytinu og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hins vegar kostar átta milljónir „að gera rannsóknina almennilega“, eins og Sigurður orðar það og vinnur hann þessa dagana að styrkumsóknum. Hann furðar sig á því hversu illa hefur gengið að fjármagna rannsóknina. „Þegar sinueldur brann á Mýrum 2006 var veittur 25 milljóna króna styrkur til að kanna áhrif eldsins á gróður og smádýralíf. Það var nauðsynlegt en þessi rannsókn er það ekki síður,“ segir Sigurður og viðurkennir að leitað hafi verið beint til sitjandi heilbrigðisráðherra í gegnum tíðina, án árangurs. Álfheiður Ingadóttir er ekki í þeim hópi. „Það er ekki verið að reyna að finna sökudólga. Það er mikilvægt að það komi skýrt fram,“ segir Sigurður. „Hins vegar leggjast inn á Landspítalann um 30 þúsund manns á ári og því má reikna með að þrjú þúsund manns verði þar fyrir einhvers konar skaða á hverju ári.“ Þetta þýðir að 200 manns láta lífið á spítalanum vegna óvæntra skaða og þar af níutíu vegna mistaka sem sannað er að hægt hefði verið að fyrirbyggja, samkvæmt rannsóknum á stærstu og virtustu sjúkrahúsum Bandaríkjanna sem sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu tilfellum mannlegra mistaka. - shá
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira