Fótbolti

Van Bronckhorst ætlar að hætta eftir HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giovanni van Bronckhorst, fyrirliði hollenska landsliðsins.
Giovanni van Bronckhorst, fyrirliði hollenska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images

Giovanni van Bronckhorst, fyrirliði hollenska landsliðsins, hefur tilkynnt að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Von Bronckhorst hefur leikið með Feyenorrd í heimaliðinu síðan 2007 en hann á að baki langan feril þar sem hann lék til að mynda með Rangers, Arsenal og Barcelona.

Hann hefur spilað 97 landsleiki á ferlinum og skorað í þeim fimm mörk. Hann mun gerast þjálfari hjá Feyenoord í haust.

„Ég efaðist í marga mánuði um þessa ákvörðun en mér er létt núna þegar ég hef gert upp hug minn," sagði Von Bronckhorst við hollenska fjölmiðla. „Það verður frábært að ljúka ferlinum mínum á heimsmeistaramótinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×