Enski boltinn

Rauða spjaldið hans Boateng dregið til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
George Boateng.
George Boateng. Mynd/AFP
Enska knattspyrnusambandið hefur dregið til baka rauða spjaldið sem George Boateng, miðjumaður Hull, fékk í leik á móti Blackburn í vikunni. George Boateng sleppur því við þriggja leikja bann.

George Boateng fékk rauða spjaldið fyrir að brjóta á Morten Gamst Pedersen, leikmanni Blackburn. Hull tapaði leiknum 0-1 en félagið afrýjaði brottrekstrinum til aganefndar Knattspyrnusambandsins og vann þá áfrýjun síðan í dag.

„Það að kalla þetta rauða spjald algjört rugl væri alltof sparlega orðað. Þetta var heiðarlegt skallaeinvígi hjá báðum leikmönnum," sagði Phil Brown, stjóri Hull eftir leikinn.

George Boateng fékk rauða spjaldið strax á 41. mínútu leiksins en Hull var þá komið 0-1 undir í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×