Kísilver undirbúin í Þorlákshöfn, Helguvík og Grindavík 8. nóvember 2010 19:07 Tvær kísilmálmverksmiðjur eru nú í undirbúningi í landinu, í Þorlákshöfn og Helguvík, og jafnframt er verið að undirbúa kísilhreinsiverksmiðju við Grindavík. Þær gætu lent í samkeppni við álver í Helguvík um þá orku sem verður í boði á næstunni en jafnframt er líklegt að Landsvirkjun hugi að neðri Þjórsá til að mæta orkuþörfinni. Kanadíska fyrirtækið Timminco áformar kísilmálmverksmiðju í Þorlákshöfn en samningsrammi um hana var undirritaður snemma á þessu ári. Eftir að forgangur Timminco að orku Hverahlíðarvirkjunar rann út í maí hefur í raun staðið yfir óformlegt kapphlaup milli þess og álvers í Helguvík um hvort verkefnið verði fyrr tilbúið að tryggja sér skuldbindandi orkusamning við Orkuveitu Reykjavíkur um 90 megavatta raforku. En það er við fleiri aðila sem Norðurál gæti þurft að keppa við um orkuna. Íslenska kísilfélagið, sem bandarískt fyrirtæki stendur á bak við, er í viðræðum við Landsvirkjun og HS Orku um kaup á minnst 60 megavöttum fyrir kísilmálmverksmiðju sem það áformar að reisa í Helguvík, við hlið álversins. Þá hefur nú bæst við enn einn keppinauturinn, erlent félag sem undirbýr verksmiðju í Eldvörpum við Grindavík til að hreinsa kísil fyrir sólarsellur, og ræðir við Landsvirkjun og HS Orku um að kaupa minnst 66 megavött raforku, - og hefur í forgjöf það skilyrði Grindavíkurbæjar að minnst helmingur orku Eldvarpa nýtist innan bæjarmarkanna. Ekki er víst að öll þessi verkefni þurfi að rekast á. Ákveði Landsvirkjun að verða við ósk Norðuráls um allt að 80 megavött til Helguvíkur er talið að umframorka í kerfinu ásamt Búðarhálsvirkjun dugi til, jafnframt því að mæta nýgerðum samningi vegna Alcan í Straumsvík. Til að verða við óskum kísilvera þyrfti Landsvirkjun þá að horfa til neðri Þjórsár, en þar á fyrirtækið þrjá fullhannaða en umdeilda virkjunarkosti. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Tvær kísilmálmverksmiðjur eru nú í undirbúningi í landinu, í Þorlákshöfn og Helguvík, og jafnframt er verið að undirbúa kísilhreinsiverksmiðju við Grindavík. Þær gætu lent í samkeppni við álver í Helguvík um þá orku sem verður í boði á næstunni en jafnframt er líklegt að Landsvirkjun hugi að neðri Þjórsá til að mæta orkuþörfinni. Kanadíska fyrirtækið Timminco áformar kísilmálmverksmiðju í Þorlákshöfn en samningsrammi um hana var undirritaður snemma á þessu ári. Eftir að forgangur Timminco að orku Hverahlíðarvirkjunar rann út í maí hefur í raun staðið yfir óformlegt kapphlaup milli þess og álvers í Helguvík um hvort verkefnið verði fyrr tilbúið að tryggja sér skuldbindandi orkusamning við Orkuveitu Reykjavíkur um 90 megavatta raforku. En það er við fleiri aðila sem Norðurál gæti þurft að keppa við um orkuna. Íslenska kísilfélagið, sem bandarískt fyrirtæki stendur á bak við, er í viðræðum við Landsvirkjun og HS Orku um kaup á minnst 60 megavöttum fyrir kísilmálmverksmiðju sem það áformar að reisa í Helguvík, við hlið álversins. Þá hefur nú bæst við enn einn keppinauturinn, erlent félag sem undirbýr verksmiðju í Eldvörpum við Grindavík til að hreinsa kísil fyrir sólarsellur, og ræðir við Landsvirkjun og HS Orku um að kaupa minnst 66 megavött raforku, - og hefur í forgjöf það skilyrði Grindavíkurbæjar að minnst helmingur orku Eldvarpa nýtist innan bæjarmarkanna. Ekki er víst að öll þessi verkefni þurfi að rekast á. Ákveði Landsvirkjun að verða við ósk Norðuráls um allt að 80 megavött til Helguvíkur er talið að umframorka í kerfinu ásamt Búðarhálsvirkjun dugi til, jafnframt því að mæta nýgerðum samningi vegna Alcan í Straumsvík. Til að verða við óskum kísilvera þyrfti Landsvirkjun þá að horfa til neðri Þjórsár, en þar á fyrirtækið þrjá fullhannaða en umdeilda virkjunarkosti.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira