Innlent

Kristín Steinsdóttir nýr formaður Rithöfundasambandsins

Kristín Steinsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Meðal verka hennar eru bækurnar Franskbrauð með sultu, Fallin spýta, Draugar vilja ekki dósagos og Stjörnur og strákapör.
Kristín Steinsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Meðal verka hennar eru bækurnar Franskbrauð með sultu, Fallin spýta, Draugar vilja ekki dósagos og Stjörnur og strákapör. Mynd/GVA
Kristín Steinsdóttir var kjörin nýr formaður Rithöfundasambands Íslands á aðalfundi sambandsins í gær. Hún tekur við sem formaður af Pétri Gunnarssyni.

Auk Kristínar eigi Jón Kalman Stefánsson, Karl Ágúst Úlfsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson sæti í nýju stjórninni. Varamenn eru Gauti Kristmannsson og Sigurbjörg Þrastardóttir.

Á fundinum var Ingibjörg Haraldsdóttir kjörin heiðursfélagi Rithöfundasambandsins. Þá hlutu þau Eiríkur Örn Norðdahl, Gunnar Hersveinn og Hlín Agnarsdóttir 200 þúsund og viðurkenningu úr Fjölíssjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×