Deilt um íslenska tungu 28. janúar 2010 06:00 Páll Magnússon segir það vel koma til greina að breyta reglum um á hvaða tungu lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins séu sungin. Jakobi Frímann líst ekkert á slíkar breytingar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin en ég reikna með að það verði gert eftir helgi,” segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að endurskoða reglur um Söngvakeppni Sjónvarpsins en eins og þær eru í dag er höfundum frjálst að flytja lagið á hvaða tungumáli sem er. Eins og Fréttablaðið greindi frá í þessari viku þá er aðeins eitt lag eftir í núverandi keppni sem sungið er á íslensku en það er lag Hvanndalsbræðra, Gleði og Glens. Páll vildi ekkert gefa upp hvernig vindar blæsu í þessu máli en sagði vissulega skrýtið að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að frumsamin íslensk lög fyrir íslenska keppni skyldu nánast öll vera sungin á ensku. Félag tónskálda og textahöfunda hefur lengi verið þeirrar skoðunar að mönnum ætti að vera frjálst að syngja á hvaða tungumáli sem er. Jakob Frímann Magnússon, formaður félagsins, segir að sér þætti það undarlegt ef þessar breytingar yrðu að veruleika. „Annað hvort er þetta íslensk dagskrárgerð fyrir íslenska áhorfendur sem á að fara fram á íslensku eins og forsvarsmenn Sjónvarpsins hafa stundum haldið fram eða þetta er keppni um hvaða lag þykir sigurstranglegast í alþjóðlegri keppni eins og við í FTT höfum skilið þetta. Það er nú stóra spurningin,” segir Jakob en tekur skýrt fram að hann sé mikill talsmaður þess að sungið sé á íslensku. Slíkt eigi bara ekki við um svona keppni. - fgg Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
„Það hefur engin ákvörðun verið tekin en ég reikna með að það verði gert eftir helgi,” segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að endurskoða reglur um Söngvakeppni Sjónvarpsins en eins og þær eru í dag er höfundum frjálst að flytja lagið á hvaða tungumáli sem er. Eins og Fréttablaðið greindi frá í þessari viku þá er aðeins eitt lag eftir í núverandi keppni sem sungið er á íslensku en það er lag Hvanndalsbræðra, Gleði og Glens. Páll vildi ekkert gefa upp hvernig vindar blæsu í þessu máli en sagði vissulega skrýtið að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að frumsamin íslensk lög fyrir íslenska keppni skyldu nánast öll vera sungin á ensku. Félag tónskálda og textahöfunda hefur lengi verið þeirrar skoðunar að mönnum ætti að vera frjálst að syngja á hvaða tungumáli sem er. Jakob Frímann Magnússon, formaður félagsins, segir að sér þætti það undarlegt ef þessar breytingar yrðu að veruleika. „Annað hvort er þetta íslensk dagskrárgerð fyrir íslenska áhorfendur sem á að fara fram á íslensku eins og forsvarsmenn Sjónvarpsins hafa stundum haldið fram eða þetta er keppni um hvaða lag þykir sigurstranglegast í alþjóðlegri keppni eins og við í FTT höfum skilið þetta. Það er nú stóra spurningin,” segir Jakob en tekur skýrt fram að hann sé mikill talsmaður þess að sungið sé á íslensku. Slíkt eigi bara ekki við um svona keppni. - fgg
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira