Lífið

Dúndur afmælisfréttir

Dúndurfréttir gefa í á afmælis­árinu.
Dúndurfréttir gefa í á afmælis­árinu.

Dúndurfréttir, öflugasta „kóver-band“ Íslands, fagnar fimmtán ára afmæli í ár. Bandið var stofnað á Gauki á Stöng af hópi vina úr tónlistarbransanum og var tilgangurinn einfaldur: að spila uppáhaldslögin með gömlu rokkmeisturunum. Á þessum fimmtán árum hefur sveitin glatt landann með mörgum metnaðarfullum uppákomum og haldið heiðri klassísks rokks hátt á lofti. Má nefna stóra viðburði eins og The Wall með Sinfóníuhljómsveitum Íslands og Færeyja, Dark Side Of The Moon í Borgarleikhúsinu og tónleika með Ken Hensley, forsprakka Uriah Heep, í Austurbæ.

Á afmælisárinu er margt á döfinni. Sveitin ætlar að halda Led Zeppelin-tónleika í tilefni þess að 40 ár verða liðin frá tónleikum Zeppelin í Laugardalshöll. Staðsetning tónleikanna er óákveðin en dagsetningin verður sú sama og fyrir 40 árum, 6. júní. Í júlí verður sveitin í Vestmannaeyjum í tilefni af goslokahátíð og í október verða sjálfir fimmtán ára afmælistónleikar sveitarinnar haldnir í Reykjavík.

Dúndurfréttir hefja afmælisárið með trukki annað kvöld, föstudagskvöldið 29. janúar, og halda stórtónleika með gamla góða rokkinu í Hvíta húsinu á Selfossi. Á vormánuðum er svo fyrirhugað að heimsækja alla landsfjórðunga og rokka.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.