Innlent

Leiguverð á niðurleið frá áramótum

101 Reykjavík Tveggja herbergja íbúðir í miðbænum eru eftirsóttar í leigu.
101 Reykjavík Tveggja herbergja íbúðir í miðbænum eru eftirsóttar í leigu.

Leiguverð er á niðurleið núna, segir Berglind Eva Gísladóttir hjá Leigulistanum. Hún segir að leiguverð hafi hækkað lítillega á haustmánuðum miðað við mánuðina á undan en frá áramótum aftur lækkað lítillega. Mest er framboðið af leiguíbúðum í hverfum í póstnúmeri 101, 105 og 107. Að sögn Berglindar er ekki mikið framboð á leiguhúsnæði í nýbyggingarhverfum í Kópavogi og Hafnarfirði, minna en starfsmenn Leigulistans hafi búist við.

Berglind segir tveggja herbergja íbúðir alltaf vinsælastar. „Almennt er ágæt hreyfing á leiguíbúðum, fyrir utan kannski eignir sem alltof hátt verð er á.“ Samkvæmt upplýsingum Leigulistans var meðalverð á fermetra í tveggja herbergja íbúð á tímabilinu október til desember 1.600 krónur, sem þýðir að 50 fermetra íbúð var leigð á 80 þúsund krónur að meðaltali. Meðalverð á sama tímabili á þriggja herbergja íbúð var rúmar 1.400 krónur og tæpar 1.300 krónur á fjögurra herbergja íbúð.

Mánuðina þrjá á undan, frá júlí til september, var meðalverðið á tveggja,herbergja íbúð rúmlega 1.500 krónur á fermetrann, á þriggja herbergja íbúð tæpar 1.400 krónur og tæplega 1.300 krónur á fermetrann fyrir fjögurra herbergja íbúð. Verðið hækkaði þannig lítillega í haust en samkvæmt upplýsingum Leigulistans er það nú á hægri niðurleið aftur þó að tölur liggi ekki fyrir. - sbtAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.