Enski boltinn

Ancelotti: Ættum að geta bætt stöðu okkar enn frekar á laugardaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/AFP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði Frank Lampard í hástert, eftir frammistöðu hans í 3-0 sigri á Birmingahm í ensku úrvalsdeildinni. Lampard skoraði tvennu í leiknum og Chelsea-liðið endurheimti toppsæti deildarinnar.

„Við notum allan völlinn til þess að sækja og þess vegna hefur Frank möguleika á því að hlaupa inn í teig til þess að skora. Ég tel að hann sé besti innhlaupa-miðjumaðurinn í heimi því hann hefur frábæra tímasetningu á hlaupum sínum inn í teig," sagði Carlo Ancelotti.

„Það gott að vera komnir aftur í toppsætið. Við eigum eitt stig og leik að auki á United og svo eigum við tvö stig á Arsenal. Þetta er mikilvæg staðreynd því United og Arsenal spila á sunnudaginn. Við ættum því að geta bætt stöðu okkar enn frekar á laugardaginn," sagði Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×