Lífið

SOAD enn í pásu

Ný plata í sumar Serj Tankian.
Ný plata í sumar Serj Tankian.

Framsækna þungarokkshljómsveitin System of a down var síðast með plötu 2005, Hypnotize. Ekkert kombakk er í spilunum enda er söngvarinn og gítarleikarinn Serj Tankian með mörg járn í eldinum. Hann gerði sólóplötuna Elect the Dead árið 2007 og væntanleg í mars er sinfónísk útgáfa af þeirri plötu á CD og DVD, gerð með sinfóníuhljómsveitinni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Þá stefnir Serj á nýja sólóplötu í sumar og gengur platan undir vinnuheitinu Music Without Borders. „Þetta er á margan hátt alveg ný tónlist,“ sagði Serj nýlega í tímaritinu Billboard. „Þetta er elektró sinfónískt djass-rokk. Þarna er sinfóníuhljómsveit, þungir elektrónískir taktar, hefðbundin rokkhljóðfæri og „sömpl“. Nefndu það, það er þarna. Þetta er risastór veggur af hljóðum.“

Serj segist hafa öðlast mikið sjálfstraust með því að vinna með sinfóníuhljómsveit. „Mér finnst ég færari í að ná því fram sem ég heyri fyrir mér. Þegar þú hefur starfað fyrir sinfóníuhljómsveit eru þér eiginlega allir vegir færir í tónlistinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.