Lífið

Hreimur og Heiða saman - myndir

Hreimur og Heiða syngja saman í kvöld á Pósthúsinu.
Hreimur og Heiða syngja saman í kvöld á Pósthúsinu.

Í kvöld ætla Hreimur Örn Heimisson og Heiða Ólafsdóttir að venda kvæði sínu í kross og spila og syngja nokkur vel valin lög fyrir gesti Pósthússins vínbars - bistró.

„Eigendur Pósthússins höfðu samband og stungu uppá því að við Hreimur myndum búa til smá prógram og taka gigg," svarar Heiða spurð út í samstarfið.

„Við tökum alls konar lög, stelpu og strákalög og lög fyrir alla bara."

„Mér leist strax vel á það. Ég þekki Hreim vel og finnst hann frábær. Þetta verður bara stuð."

„Við tökum alls konar lög, stelpu og strákalög og lög fyrir alla bara. Mjög fjölbreytt prógram sem inniheldur meðal annars lög með Nirvana, Heart, Bob Marley, Radiohead og James Brown svo eitthvað sé nefnt. Bara létt og skemmtilegt fimmtudagsstuð prógram," segir hún.



Hvað er framundan hjá þér persónulega?
„Ég er alkomin heim. Ég útskrifaðist sem leikkona frá Circle In The Square Theater School í New York í júní síðastliðnum. Það er frábær og virtur lítll skóli sem er staðsettur í kjallara á Broadway leikhúsi á Broadway á Manhattan.

„Þar lærði ég allt sem ég þarf til að vera góð leikkona. Frábæra tækni og verkfæri til að nota í leiklist og bara í öllu lífinu," svarar Heiða.

Meðfylgjandi má sjá myndir af þeim æfa sig fyrir kvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.