Háskólastarfi stefnt í hættu 18. maí 2010 08:44 Gangi niðurskurðarhugmyndir í menntamálum eftir getur þjóðin setið uppi með sjö laskaða háskóla, segir forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Framlög til háskólanna hér eru þau lægstu á öllum Norðurlöndunum. Mynd/Pjetur Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir, telur að gangi niðurskurðarhugmyndir stjórnvalda í menntamálum eftir muni Háskóli Íslands verða færður áratugi aftur í tímann hvað varðar gæði kennslu og rannsókna.Sigurður gengur reyndar svo langt að segja að þjóðin muni sitja uppi með sjö veika háskóla að óbreyttu. Hann segir hagræðingu með sameiningu eða víðtæku samstarfi háskólanna borðleggjandi lausn í því árferði sem nú ríki hér á landi. "Þetta er staðreynd sem allir veigra sér við að segja upphátt. Fjölgun háskólanna var tilraun sem ég tel að hafi mistekist", segir Sigurður.Fyrir liggur að hagræða þarf um 40 milljarða hjá ríkinu. Fjárframlög til háskólanna gætu verði skorin niður um 15 til 30 prósent til ársins 2013 miðað við fjárlög ársins 2010. "Ef HÍ, þar sem ég þekki best til, verður skorinn svo grimmilega niður á nokkrum árum verður það ekki sami skólinn og hann er núna."Sigurður telur rannsóknir og kennslu við HÍ góða, sama hvaða mælikvarðar séu notaðir við slíkt mat. Það sýni jafnframt úttektir Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Hann bendir á að það taki aðeins augnablik að rífa það niður sem fagfólk háskólans hefur byggt upp á 100 árum en áratugi taki að vinna það aftur til baka."Við erum mörg jafnframt þeirrar skoðunar að það séu engin rök fyrir því, jafnvel í góðæri, að kenna lögfræði í fjórum skólum, viðskiptafræði í þremur og verkfræði í tveim skólum. Þjóð sem telur rúmlega 300 þúsund manns hefur líklega ekkert með sjö háskóla að gera." Sigurður telur að besta leiðin sé sameining skólanna eða víðtækt samstarf; undan því verði ekki vikist. Faglega verði þannig hægt að halda úti öflugri kennslu og rannsóknum.Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem lætur af störfum í sumar, er Sigurði ósammála hvað varðar sameiningu háskólanna. Hann segir að sérhæfing allra skólanna sé með þeim hætti að hún réttlæti rekstur þeirra í óbreyttri mynd. Hins vegar sé það umhugsunarefni að opinber framlög til háskólastigsins sem hlutfall af landsframleiðslu séu mun lægri á Íslandi en á Norðurlöndunum, eða sem nemur 35 til 65 prósentum. -shá Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir, telur að gangi niðurskurðarhugmyndir stjórnvalda í menntamálum eftir muni Háskóli Íslands verða færður áratugi aftur í tímann hvað varðar gæði kennslu og rannsókna.Sigurður gengur reyndar svo langt að segja að þjóðin muni sitja uppi með sjö veika háskóla að óbreyttu. Hann segir hagræðingu með sameiningu eða víðtæku samstarfi háskólanna borðleggjandi lausn í því árferði sem nú ríki hér á landi. "Þetta er staðreynd sem allir veigra sér við að segja upphátt. Fjölgun háskólanna var tilraun sem ég tel að hafi mistekist", segir Sigurður.Fyrir liggur að hagræða þarf um 40 milljarða hjá ríkinu. Fjárframlög til háskólanna gætu verði skorin niður um 15 til 30 prósent til ársins 2013 miðað við fjárlög ársins 2010. "Ef HÍ, þar sem ég þekki best til, verður skorinn svo grimmilega niður á nokkrum árum verður það ekki sami skólinn og hann er núna."Sigurður telur rannsóknir og kennslu við HÍ góða, sama hvaða mælikvarðar séu notaðir við slíkt mat. Það sýni jafnframt úttektir Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Hann bendir á að það taki aðeins augnablik að rífa það niður sem fagfólk háskólans hefur byggt upp á 100 árum en áratugi taki að vinna það aftur til baka."Við erum mörg jafnframt þeirrar skoðunar að það séu engin rök fyrir því, jafnvel í góðæri, að kenna lögfræði í fjórum skólum, viðskiptafræði í þremur og verkfræði í tveim skólum. Þjóð sem telur rúmlega 300 þúsund manns hefur líklega ekkert með sjö háskóla að gera." Sigurður telur að besta leiðin sé sameining skólanna eða víðtækt samstarf; undan því verði ekki vikist. Faglega verði þannig hægt að halda úti öflugri kennslu og rannsóknum.Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem lætur af störfum í sumar, er Sigurði ósammála hvað varðar sameiningu háskólanna. Hann segir að sérhæfing allra skólanna sé með þeim hætti að hún réttlæti rekstur þeirra í óbreyttri mynd. Hins vegar sé það umhugsunarefni að opinber framlög til háskólastigsins sem hlutfall af landsframleiðslu séu mun lægri á Íslandi en á Norðurlöndunum, eða sem nemur 35 til 65 prósentum. -shá
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira