Háskólastarfi stefnt í hættu 18. maí 2010 08:44 Gangi niðurskurðarhugmyndir í menntamálum eftir getur þjóðin setið uppi með sjö laskaða háskóla, segir forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Framlög til háskólanna hér eru þau lægstu á öllum Norðurlöndunum. Mynd/Pjetur Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir, telur að gangi niðurskurðarhugmyndir stjórnvalda í menntamálum eftir muni Háskóli Íslands verða færður áratugi aftur í tímann hvað varðar gæði kennslu og rannsókna.Sigurður gengur reyndar svo langt að segja að þjóðin muni sitja uppi með sjö veika háskóla að óbreyttu. Hann segir hagræðingu með sameiningu eða víðtæku samstarfi háskólanna borðleggjandi lausn í því árferði sem nú ríki hér á landi. "Þetta er staðreynd sem allir veigra sér við að segja upphátt. Fjölgun háskólanna var tilraun sem ég tel að hafi mistekist", segir Sigurður.Fyrir liggur að hagræða þarf um 40 milljarða hjá ríkinu. Fjárframlög til háskólanna gætu verði skorin niður um 15 til 30 prósent til ársins 2013 miðað við fjárlög ársins 2010. "Ef HÍ, þar sem ég þekki best til, verður skorinn svo grimmilega niður á nokkrum árum verður það ekki sami skólinn og hann er núna."Sigurður telur rannsóknir og kennslu við HÍ góða, sama hvaða mælikvarðar séu notaðir við slíkt mat. Það sýni jafnframt úttektir Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Hann bendir á að það taki aðeins augnablik að rífa það niður sem fagfólk háskólans hefur byggt upp á 100 árum en áratugi taki að vinna það aftur til baka."Við erum mörg jafnframt þeirrar skoðunar að það séu engin rök fyrir því, jafnvel í góðæri, að kenna lögfræði í fjórum skólum, viðskiptafræði í þremur og verkfræði í tveim skólum. Þjóð sem telur rúmlega 300 þúsund manns hefur líklega ekkert með sjö háskóla að gera." Sigurður telur að besta leiðin sé sameining skólanna eða víðtækt samstarf; undan því verði ekki vikist. Faglega verði þannig hægt að halda úti öflugri kennslu og rannsóknum.Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem lætur af störfum í sumar, er Sigurði ósammála hvað varðar sameiningu háskólanna. Hann segir að sérhæfing allra skólanna sé með þeim hætti að hún réttlæti rekstur þeirra í óbreyttri mynd. Hins vegar sé það umhugsunarefni að opinber framlög til háskólastigsins sem hlutfall af landsframleiðslu séu mun lægri á Íslandi en á Norðurlöndunum, eða sem nemur 35 til 65 prósentum. -shá Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir, telur að gangi niðurskurðarhugmyndir stjórnvalda í menntamálum eftir muni Háskóli Íslands verða færður áratugi aftur í tímann hvað varðar gæði kennslu og rannsókna.Sigurður gengur reyndar svo langt að segja að þjóðin muni sitja uppi með sjö veika háskóla að óbreyttu. Hann segir hagræðingu með sameiningu eða víðtæku samstarfi háskólanna borðleggjandi lausn í því árferði sem nú ríki hér á landi. "Þetta er staðreynd sem allir veigra sér við að segja upphátt. Fjölgun háskólanna var tilraun sem ég tel að hafi mistekist", segir Sigurður.Fyrir liggur að hagræða þarf um 40 milljarða hjá ríkinu. Fjárframlög til háskólanna gætu verði skorin niður um 15 til 30 prósent til ársins 2013 miðað við fjárlög ársins 2010. "Ef HÍ, þar sem ég þekki best til, verður skorinn svo grimmilega niður á nokkrum árum verður það ekki sami skólinn og hann er núna."Sigurður telur rannsóknir og kennslu við HÍ góða, sama hvaða mælikvarðar séu notaðir við slíkt mat. Það sýni jafnframt úttektir Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Hann bendir á að það taki aðeins augnablik að rífa það niður sem fagfólk háskólans hefur byggt upp á 100 árum en áratugi taki að vinna það aftur til baka."Við erum mörg jafnframt þeirrar skoðunar að það séu engin rök fyrir því, jafnvel í góðæri, að kenna lögfræði í fjórum skólum, viðskiptafræði í þremur og verkfræði í tveim skólum. Þjóð sem telur rúmlega 300 þúsund manns hefur líklega ekkert með sjö háskóla að gera." Sigurður telur að besta leiðin sé sameining skólanna eða víðtækt samstarf; undan því verði ekki vikist. Faglega verði þannig hægt að halda úti öflugri kennslu og rannsóknum.Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem lætur af störfum í sumar, er Sigurði ósammála hvað varðar sameiningu háskólanna. Hann segir að sérhæfing allra skólanna sé með þeim hætti að hún réttlæti rekstur þeirra í óbreyttri mynd. Hins vegar sé það umhugsunarefni að opinber framlög til háskólastigsins sem hlutfall af landsframleiðslu séu mun lægri á Íslandi en á Norðurlöndunum, eða sem nemur 35 til 65 prósentum. -shá
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira