Fótbolti

Argentína skoraði fimm gegn Kanada

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, á leiknum í kvöld.
Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, á leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Argentína hitaði upp fyrir HM með því að vinna 5-0 sigur á Kanada í æfingaleik á El Monumental-vellinum í Buenos Aires.

Angel di Maria, Carlos Tevez, Sergio Agüero og Maxi Rodriguez skoruðu mörk Argentínumanna í kvöld en sá síðastnefndi skoraði tvívegis.

Diego Milito, Walter Samuel og Martin Demichelis voru allir fjarverandi í kvöld og Lionel Messi fékk að hvíla sig á bekknum.

Nokkrir vináttulandsleikir fóru fram í dag. Suður-Afríka og Búlgaría gerðu 1-1 jafntefli og Suður-Kórea vann 2-0 sigur á Japan. Þá vann Ástralía 2-1 sigur á Nýja-Sjálandi.

En allra athyglisverðustu úrslitin voru í leik Portúgals og Grænhöfðaeyja sem ekki eru hátt skrifuð í knattspyrnuheiminum. Cristiano Ronaldo og félögum í landsliði Portúgal tókst ekki að vinna bug á varnarmúr liðs Grænhöfðaeyja og lauk leiknum með markalausu jafntefli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×