Innlent

Einkaþota hætt komin - búið að opna flugvöllinn

Einkaþota af sömu gerð og komst í hann krappann á Keflavíkurflugvelli.
Einkaþota af sömu gerð og komst í hann krappann á Keflavíkurflugvelli.

Einkaþota af gerðinni Falcon 2000 snérist á flugbraut Keflavíkurflugvallar og sprakk þá á dekki vélarinnar. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa flugmálastjórnar þá var vellinum lokað í fimmtán mínútur. Atvikið áttið sér stað á öðrum tímanum í dag.

Tafirnar voru helst til komnar vegna þess að draga þurfti einkaþotuna í burtu auk þess sem það þurfti að hálkuverja aðra flugbraut.

Búið er að opna flugvöllinn á ný.

Að sögn Friðþórs meiddist enginn í einkaþotunni, ekki er vitað hverjir voru um borð.






Tengdar fréttir

Keflavíkurflugvelli lokað um stund

Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað tímabundið vegna Falcon 2000 flugvélar sem er út á miðri flugbraut með tvö sprungin dekk. Þetta kemur fram á Víkurfréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×